31.1.2010 | 10:43
Hekla
Hekla er 1491m og gönguhækkun er 1050m
leiðin er sirka 8km og tekur 3-5tíma
Hekla er VIRKT eldfjall og ef þið verðið var við eithvað þá hafið þið sirka 30-60 mín til að koma ykkur í burt áður en gos hefst þannig að áður en farið er á fjallið er sniðugt að verða sér út um upplýsingar um hvar gosstöðvarnar eru á Heklu og hvert hraun rennur venjulega og gera flótta leið út frá því.
Hekla var kölluð fordyri helvítis og voru menn svo logandi hræddir við þetta fjall að það þorði enginn maður að fara þarna upp fyrr en árið 1750 að Bjarni Pálson og Eggert Ólafsson fóru þarna upp og er mjög skemmitileg saga af þessu sem verður ekki farið í hérna.
Það er gott að leggja af stað frá Rauðskál og er akvegur þangað og á sumrin er hægt að komast þarna á fólksbíl en er samt ekki sérlega ráðlegt ef fólki er rosalega annt um bílinn en er gerlegt samt, fyrsti kaflinn er nokkuð blátt áfram og það eru stikur og fínn slóði og hef ég heirt að ganga þarna að sumri sé sérdeilis skemmtileg en sjálfur hef ég einungi farið þarna að vertarlagi, þegar ofar dregur kemur maður í hraun og á veturnar þegar stikur er hornar í snjó þá er reynt bara að taka sjónstefnu á toppinn ( eða ganga eftir gps ) og ég verð nú að segja að þetta er frekar erfið leið að vetri því það þarf að klofa snjó og engin leið sem er ennari skárri ( en þeir sem vilja auðvelt eru heima í sófa en ekki á Heklu) útsýni af Heklu í heiðskýru er að ég hef heirt mjög fallegt en að hitta svo vel á er jafn sjaldgæft og 29febrúar, það er mjög oft skýjað efst á Heklu en upp að sirka 900m er fínt útsýni allra jafnan og mér skilst á staðkunnugum heimamönnum að þeir hafa aldrei séð í toppinn í sunnanáttum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2010 | 09:12
heiðarhorn
Heiðarhorn
Heiðarhorn á skarðsheiði er 1053m og gönuhækkun er 960m
Göngulengt um 10km og tekur 5-7tíma
Gangan upp á Heiðarhorn er alveg einstaklega skemmtileg ganga að mínu mati þetta er ekki erfitt en tæknilega skemmtilegt fjall með miklu útsýni og leiðin er einföld.
Gengið er af stað frá bænum Efstaskarði og er gott að geta þess að bóndinn þar leifir ekki rjúpnaveiði á sínu landi þannig ef ef eihverjir ætla að sameina fjallgöngu og rjúpnaveiði er þetta ekki rétti staðruinn, stefnan er sett á hestgil og þaðan á Rauðahnjúk og svo á skarðshyrnuna 946m og þá er bara eftir smá labb sem er rétt yfir 100m hækkun og þarna er flott útsýni í góðu veðri.
Þegar þarna er komið við sögu og þið hafið nægan tíma er auðveldlega hægt að halda áfram eftir fjallahryggjum og svá klöngri fyrir á Skessuhorn en ég mun líka setja inn leiðarlýsingu af skessuhorni seinna.
Þessi leið sem ég hef valið hérna er ekki ósvipuð þeirri leið sem Ari Trausti og Pétur Þorleifsson tala um í Bókinni Íslensk fjöll göngueliðir á 151 tind
í þeirri bók er líka talað um aðra þeið sem er í gegnum skarðsdal og sú leið er auðvelari sérstallega að fara til baka en mér fynnst sú leið vera alls ekki eins skemmtileg og sú sem ég lýsti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2010 | 08:46
Hvalfell.
Hvalfell.
Hvalfell er 852m á hæð og gönguhækkun er um 700m
Göngulengd er 5-6km og tími sem fer í þetta er 2,5 til 3,5 tímar
Þessi leið er ekki erfið nema einn helst síðast hlutann og er það vegna grjót en í heildina er þetta frekar skemmtileg ganga sem byrjar frá bílastæðinu í Hvalfjarðar botni.
Fyrsti kaflinn er yfir tún og gróð land síðan er fari í gegnum smá hellir og að ánni sem er venjulega farið yfir á trjádrumbi og hægt ða halda sér í vír til öryggis en þessi drumbur er tekinn fyrir vetruinn þannig að ef þið eruð á ferð að vetrar lagi er hægt að toga sig yfir á vírnum ( sem mér fynnst bara gaman ) eða taka á sig krók og fara mikið neðar og yfir ánna þar.
Þar næst er gengið sem leið lyggur að fossinum Glym ( hæðsti foss landsins ) og þar er stefnan tekin beinustu leið fjallstoppnum og það getur verið lausagrjót þanra og að vetrarlagi getur verið mjög hálkt og ef það er vindur getur verið nokkuð kvast þarna uppi. Þegar upp er komið og veður gott er magnað útsýni.
Ég læt fylgja með mína hugmynd af leiðinni þarna upp og er þetta svipuð leið og Ari Trausti Pétur Þorleifsson nota í sinni bók Íslensk fjöll Gönguleiðir á 151 Tind.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Brattgengur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar