31.1.2010 | 10:43
Hekla
Hekla er 1491m og gönguhækkun er 1050m
leiðin er sirka 8km og tekur 3-5tíma
Hekla er VIRKT eldfjall og ef þið verðið var við eithvað þá hafið þið sirka 30-60 mín til að koma ykkur í burt áður en gos hefst þannig að áður en farið er á fjallið er sniðugt að verða sér út um upplýsingar um hvar gosstöðvarnar eru á Heklu og hvert hraun rennur venjulega og gera flótta leið út frá því.
Hekla var kölluð fordyri helvítis og voru menn svo logandi hræddir við þetta fjall að það þorði enginn maður að fara þarna upp fyrr en árið 1750 að Bjarni Pálson og Eggert Ólafsson fóru þarna upp og er mjög skemmitileg saga af þessu sem verður ekki farið í hérna.
Það er gott að leggja af stað frá Rauðskál og er akvegur þangað og á sumrin er hægt að komast þarna á fólksbíl en er samt ekki sérlega ráðlegt ef fólki er rosalega annt um bílinn en er gerlegt samt, fyrsti kaflinn er nokkuð blátt áfram og það eru stikur og fínn slóði og hef ég heirt að ganga þarna að sumri sé sérdeilis skemmtileg en sjálfur hef ég einungi farið þarna að vertarlagi, þegar ofar dregur kemur maður í hraun og á veturnar þegar stikur er hornar í snjó þá er reynt bara að taka sjónstefnu á toppinn ( eða ganga eftir gps ) og ég verð nú að segja að þetta er frekar erfið leið að vetri því það þarf að klofa snjó og engin leið sem er ennari skárri ( en þeir sem vilja auðvelt eru heima í sófa en ekki á Heklu) útsýni af Heklu í heiðskýru er að ég hef heirt mjög fallegt en að hitta svo vel á er jafn sjaldgæft og 29febrúar, það er mjög oft skýjað efst á Heklu en upp að sirka 900m er fínt útsýni allra jafnan og mér skilst á staðkunnugum heimamönnum að þeir hafa aldrei séð í toppinn í sunnanáttum.
Um bloggið
Brattgengur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.